Aðeins helmingur með jafnlaunavottun í tæka tíð

Aðeins 134 fyrirtæki og stofnanir af 269 hafa fengið jafnlaunavottun …
Aðeins 134 fyrirtæki og stofnanir af 269 hafa fengið jafnlaunavottun í tæka tíð. mbl.is/Eggert

Um áramótin höfðu 134 fyrirtæki og stofnanir öðlast jafnlaunavottun. Er það einungis rétt um helmingur þeirra 269 sem áttu að hafa öðlast jafnlaunavottun nú um áramót. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Lög um jafnlaunavottun voru samþykkt á þingi árið 2017. Þau skylda fyrirtæki með 25 eða fleiri starfsmenn á ársgrundvelli til að undirgangast jafnlaunavottun, sem metur kynbundinn launamun innan fyrirtækisins. Gildistökunni var skipt í áfanga, og skyldu stærstu fyrirtæki landsins með fleiri en 250 starfsmenn, sem og opinberir aðilar, öðlast jafnlaunavottun fyrir áramótin nú.

Seinni áfangi verður við árslok 2022 þegar öll fyrirtæki með fleiri en 25 starfsmenn skulu hafa öðlast jafnlaunavottun.

Upplýsingar um þau fyrirtæki sem hafa fengið jafnlaunavottun, má finna hér.

Reykjavíkurborg, stærsti vinnustaður landsins, hlaut jafnlaunavottun skömmu fyrir jól.
Reykjavíkurborg, stærsti vinnustaður landsins, hlaut jafnlaunavottun skömmu fyrir jól. Ljósmynd/Reykjavíkurborg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka