Verð á hótelgistingu í Reykjavík lækkaði um 12,5% í fyrra

Úr afgreiðslunni á Grand hóteli í Reykjavík. Meðalverð á hótelgistingu …
Úr afgreiðslunni á Grand hóteli í Reykjavík. Meðalverð á hótelgistingu í Reykjavík lækkaði um 12,5% í fyrra, mælt í evrum. mbl.is/Eggert

Verð á hót­elg­ist­ingu í Reykja­vík var 15,8% lægra í des­em­ber 2019, mælt í evr­um, en það var í sama mánuði árið 2018. Meðal­verð lækkaði um 12,5% á milli ár­anna 2019 og 2018, en þetta kem­ur fram í nýrri Hag­sjá hag­fræðideild­ar Lands­bank­ans.

„Verðið lækkaði á 12 mánaða grund­velli alla mánuði síðasta árs. Nokkuð skýrt mynstur var í verðlækk­un­inni. Þannig lá verðlækk­un­in á bil­inu 12,2-17,2% frá maí og til ára­móta. Verðlækk­un­in á fyrstu mánuðum árs­ins, þ.e. janú­ar til apríl lá hins veg­ar á bil­inu 4,1-9,1%. Ástæðan fyr­ir mun meiri verðlækk­un frá og með maí ligg­ur ef­laust að mestu leyti í brott­hvarfi WOW air sem fór í þrot í lok mars,“ seg­ir hag­fræðideild­in.

Í krón­um mælt lækkaði verðið á hót­elg­ist­ingu í Reykja­vík um 3,3% á milli ára og skýrist minni verðlækk­un í krón­um af veik­ingu krón­unn­ar á tíma­bil­inu.

Lægri her­bergja­nýt­ing senni­leg ástæða

Hag­fræðideild Lands­bank­ans seg­ir að lík­lega megi rekja verðlækk­un­ina fyrst og fremst til lægri her­bergja­nýt­ing­ar, enda helst verðlagn­ing í hót­el­rekstri að miklu leyti í hend­ur við nýt­ingu inn­an hvers árs.

„Á fyrstu árum upp­sveifl­unn­ar í ferðaþjón­ustu jókst her­bergja­nýt­ing­in stöðugt milli ára allt til árs­ins 2017 og fylgdi þessu stöðug verðhækk­un í evr­um. Árið 2010 var her­bergja­nýt­ing í Reykja­vík 55% og fór hún hæst upp í 84,5% árið 2017. Á milli þess­ara tveggja tíma­punkta hækkaði meðal­verð á her­bergi úr 73,8 evr­um upp í 164,3 evr­ur. Á síðustu árum hef­ur nýt­inga­hlut­fallið gefið aðeins eft­ir og var 80,3% árið 2018 og 76,6% í fyrra. Verðið hef­ur fylgt þess­ari þróun eft­ir og lækkaði verðið milli ár­anna 2017 og 2018 en einnig milli 2018 og 2019,“ seg­ir hag­fræðideild­in, sem lít­ur einnig út fyr­ir land­stein­ana og sér að í öll­um höfuðborg­um Norður­land­anna, fyr­ir utan Hels­inki, hef­ur verð á gist­ingu lækkað í evr­um talið á síðasta ár­inu.

„Verðlækk­un­in var mest í Reykja­vík en þar á eft­ir kem­ur Osló með 5% lækk­un og Stokk­hólm­ur með 3,3% lækk­un. Hækk­un­in í Hels­inki nam 4,4%,“ seg­ir í Hag­sjánni, en verðið í Reykja­vík er enn hæst, þrátt fyr­ir hlut­falls­lega mestu verðlækk­un­ina á milli ára.

Hag­sjá Lands­bank­ans í heild sinni

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK