Átta störf lögð niður

Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýtt skipurit Seðlabanka Íslands (SÍ) tók gildi í dag á grundvelli nýrra laga um bankann vegna sameiningar SÍ og Fjármálaeftirlitsins í upphafi þessa árs. Með nýju skipuriti verða nokkur svið lögð niður eða sameinuð, starfsfólk færist til og átta störf verða lögð niður.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÍ. 

„Samkvæmt skipuritinu verða kjarnasvið bankans sjö, þ.e. hagfræði og peningastefna, markaðsviðskipti, fjármálastöðugleiki, bankar, lífeyrir og vátryggingar, markaðir og viðskiptahættir, og lagalegt eftirlit og vettvangsathuganir. Stoðsvið bankans verða fjögur, þ.e. rekstur, upplýsingatækni og gagnasöfnun, fjárhagur, og mannauður. Jafnframt er í skipuritinu miðlæg skrifstofa bankastjóra. Með nýju skipuriti verða nokkur svið lögð niður eða sameinuð, starfsfólk færist til og átta störf verða lögð niður,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK