Kröfufrestur vegna Farvel til 8. mars

Viktor Sveinsson, framkvæmdastjóri Farvel.
Viktor Sveinsson, framkvæmdastjóri Farvel. mbl.is/Styrmir Kári

Frestur til að setja fram kröfu í tryggingarfé ferðaskrifstofunnar Farvel ehf. er til 8. mars næstkomandi.

Ferðamálastofa tilkynnti 20. desember að hún hefði fellt niður ferðaskrifstofuleyfi Farvel þar sem fyrirtækið uppfyllti ekki lengur skilyrði laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun um skil gagna og hafði ekki sinnt ákvörðun Ferðamálastofu um hækkun tryggingarfjárhæðar.

Farvel ehf. hætti í kjölfarið starfsemi. Ákvörðunin hafði áhrif á ferðalög á annað hundrað viðskiptavina ferðaskrifstofunnar. Fyrir liggur að þar sem Farvel skilaði ekki inn hækkaðri tryggingu, í samræmi við vaxandi umsvif fyrirtækisins, mun tryggingarfé fyrirtækisins ekki duga til að endurgreiða áætlaðar kröfur þeirra sem hafa greitt fyrir eða inn á pakkaferðir á vegum fyrirtækisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka