Ferðamönnum frá Bandaríkjunum fækkaði um 230.000

Ferðamönnum um Keflavíkurflugvöll hefur fækkað um 14,2% milli ára.
Ferðamönnum um Keflavíkurflugvöll hefur fækkað um 14,2% milli ára. mbl.is/Eggert

Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um tæplega 330 þúsund á síðasta ári miðað við árið á undan. Fór fjöldinn úr 2,32 milljónum í 1,99 milljónir, en það er um 14,2% samdráttur. Í desember fækkaði ferðamönnum um 8,6% eða úr 137 þúsund í 125 þúsund. Þetta sýna nýjar tölur Ferðamálastofu og Isavia, en þetta er í fyrsta skiptið í níu ár sem fækkunar gætir í komum erlendra ferðamanna til landsins.

Fækkun átti sér stað alla mánuði ársins, en hlutfallslega var fækkunin mest í maí og september þegar hún var meiri en 20%.

Bandaríkjamenn voru eins og áður fjölmennasti hópur farþega, eða um 464 þúsund talsins. Hins vegar var mest fækkun þaðan á árinu, eða um 230 þúsund, en það nemur um þriðjungsfækkun á árinu.

Næstfjölmennasti hópurinn voru Bretar, en samtals komu 262 þúsund þeirra til landsins á síðasta ári. Fækkaði þeim um 36 þúsund, eða um 12,1%.

Graf/Ferðamálastofa

Ferðamönnum fækkaði frá öllum löndum, ef frá eru talin Austurríki, Eystrasaltslöndin, Frakkland, Indland, Ítalía, Kína, Pólland, Rússland, Singapúr og „annað“. Heildarfjölgun farþega frá þessum löndum var hins vegar aðeins 20 þúsund farþegar, eða um 3,2% milli ára. Heildarfækkun farþega frá Kanada var til að mynda umtalsvert meiri en sem nam þessari fjölgun, en farþegum frá Kanada fækkaði um tæplega 30 þúsund. Þá fækkaði farþegum frá Norðurlöndunum samtals um 16 þúsund, eða 9,8%.

Ferðamenn við Sæbraut. Fjöldi ferðamanna á Íslandi minnkaði um 14,2% …
Ferðamenn við Sæbraut. Fjöldi ferðamanna á Íslandi minnkaði um 14,2% á síðasta ári, eða sem nemur 330 þúsund manns. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK