Verulega hefur dregið úr rekstrarhagnaði hótela og gistiheimila

Rekstrarhagnaður á herbergi margfaldaðist á fyrstu árum uppsveiflunnar í ferðaþjónustu …
Rekstrarhagnaður á herbergi margfaldaðist á fyrstu árum uppsveiflunnar í ferðaþjónustu sem hófst árið 2011 og fjórfaldaðist t.a.m. á milli áranna 2010 og 2013. mbl.is/Árni Sæberg

Verulega hefur dregið úr rekstrarhagnaði hótela og gistiheimila undanfarin ár. Árið 2018 nam rekstrarhagnaður þeirra að teknu tilliti til afskrifta (EBIT) um 8,5 milljörðum kr. sem gerir um 9,3% af tekjum, en tekjurnar námu tæpum 92 milljörðum kr. Til samanburðar nam rekstrarhagnaðurinn um 12 milljörðum kr. árið 2016 þegar hann var mestur og var hann þá 14,7% af tekjum.

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Þar segir, að rekstrarhagnaðurinn hafi dregist saman milli áranna 2016 og 2017, þegar hann nam 9,2 milljörðum, og einnig á milli 2017 og 2018. Þrátt fyrir lækkun rekstrarhagnaðar undanfarin ár hafi hann enn verið töluvert hár árið 2018 í sögulegu ljósi og einungis hærri árin 2016 og 2017.

„Rekstrarhagnaðurinn lækkaði um 23% 2017 og 8% 2018. Lækkunin er þó enn meiri sé horft á rekstrarhagnað á hvert herbergi en herbergjum fjölgaði bæði 2017 og 2018, um 7,9% 2017 og 6,8% 2018. Út frá því má ætla að rekstrarhagnaður á herbergi hafi dregist saman um 28,4% árið 2017 og 13,8% 2018. Rekstrarhagnaður á herbergi margfaldaðist á fyrstu árum uppsveiflunnar í ferðaþjónustu sem hófst árið 2011 og fjórfaldaðist t.a.m. á milli áranna 2010 og 2013,“ segir í Hagsjánni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK