Ræða við Icelandair um flug frá Helsinki

Þotur frá Icelandair.
Þotur frá Icelandair. mbl.is/Sigurður Bogi

Kínverska flugfélagið Juneyao Air hefur boðað flug frá Sjanghæ til Manchester, Dublin og Keflavíkur með viðkomu í Helsinki.

Félagið hyggst ekki sinna fluginu milli Finnlands og áfangastaða í Evrópu sjálft heldur hefur félagið leitað að samstarfsaðilum, þar á meðal Icelandair, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um samstarf Juneyao og Icelandair en félögin hafa átt í viðræðum. Þetta staðfestir Icelandair í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Flugfarþegum frá Helsinki til Íslands hefur fjölgað mjög á síðustu árum og hélt áfram að fjölga á síðasta ári, eða um 10 prósent.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka