Sérstaða Íslands undir högg að sækja

Íslensk orka á alþjóðlegum mörkuðum var viðfangsefni fundarins í morgun …
Íslensk orka á alþjóðlegum mörkuðum var viðfangsefni fundarins í morgun og var vel mætt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Orkumarkaðsfundur Landsvirkjunar var haldinn á Reykjavík Hilton Nordica í morgun. Þar fjallaði Sveinbjörn Finnsson, sérfræðingur í viðskiptagreiningu Landsvirkjunar, um þróun á raforkumarkaði á Norðurlöndunum, en hann var einnig gestur í Viðskiptapúlsi dagsins, hlaðvarpi ViðskiptaMoggans.

Í Viðskiptapúlsinum segir Sveinbjörn vindorkuver á Norðurlöndunum hafa átt erfitt með að fá lánafyrirgreiðslu nema hafa langtímasamninga við stórnotendur. Þá hafa verið fleiri vindorkuver að leita slíkra samninga en stórnetundir sem hafa viljað gera þá, þannig hefur verð á grænni orku lækkað og því á sérstaða Íslands undir högg að sækja á meðan þetta ástand ríkir.

Auk Sveinbjörns voru frummælendur fundarins þau Stefanía Guðrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs, Valur Ægisson, forstöðumaður viðskiptagreiningar, og Martin Jackson, álsérfræðingur hjá CRU.

Þá gaf Landsvirkjun einnig út skýrslu undir heitinu: „Orkumarkaðir í mótun“. Fjallar hún um stöðu á raforkumarkaði og þróun síðustu ára og kemur þar meðal ananrs fram að töluverður munur er á raforkuverði sem heimilin greiða samanborið við stórkaupendur raforku.



Martin Jackson, álsérfræðingur hjá CRU, fjallaði um aukin umsvif Kína …
Martin Jackson, álsérfræðingur hjá CRU, fjallaði um aukin umsvif Kína á sviði framleiðslu áls. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Tinna Traustadóttir, forstöðumaður viðskiptastýringar, stýrði fundinum.
Tinna Traustadóttir, forstöðumaður viðskiptastýringar, stýrði fundinum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK