Máli Farvel vísað til lögreglu

Úr auglýsingu Farvel fyrir Taílandsferðir.
Úr auglýsingu Farvel fyrir Taílandsferðir. Ljósmynd/Farvel

Ferðamálastofa undirbýr nú að vísa máli ferðaskrifstofunnar Farvel til lögreglu. Ferðamálastofa afturkallaði rekstrarleyfi ferðaskrifstofunnar í desember þar sem fyr­ir­tækið upp­fyllti ekki leng­ur skil­yrði laga um pakka­ferðir og sam­tengda ferðatil­hög­un um skil gagna og hafði ekki sinnt ákvörðun Ferðamála­stofu um hækk­un trygg­ing­ar­fjár­hæðar. 

Þetta staðfestir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við mbl.is, en Mannlíf greindi fyrst frá.

„Við alla vega teljum ástæðu til þess að vísa ákveðnum atriðum í þessu til lögreglu,“ segir hann spurður hvort Ferðamálastofa telji að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað við rekstur ferðaskrifstofunnar.

Spurður út í gagnrýni kröfuhafa á Farvel um að fyrirtækið hafi haldið ferðaþjónustuleyfi sínu þó að tryggingar hafi ekki verið til staðar í fjölda mánuði segir Skarphéðinn: „Fyrirtækið var með leyfi og var með tryggingar. Öll málsmeðferð í þessu máli var í samræmi við lög sem gilda um Ferðamálastofu og jafnframt þær málsmeðferðarreglur sem gilda í stjórnsýslunni. Það er ekki annað um það að segja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka