Ekkert fannst til að kyrrsetja hjá Títan

Þota WOW á Kefla­vík­ur­flug­velli.
Þota WOW á Kefla­vík­ur­flug­velli. mbl.is/​Hari

Skipta­stjór­ar WOW air gripu í tómt þegar óskað var kyrr­setn­ing­ar á eign­um Tít­ans fjár­fest­inga­fé­lags ehf. í liðinni viku. Þær eign­ir sem fund­ust í fé­lag­inu eru all­ar veðsett­ar Ari­on banka.

Því var um ár­ang­urs­lausa kyrr­setn­ingu að ræða en til henn­ar var gripið vegna milli­færslu milli WOW air og Tít­ans, sem var móður­fé­lag flug­fé­lags­ins, sem fram­kvæmd var í fe­brú­ar 2019. Þar greiddi WOW air Tít­an tæp­ar 108 millj­ón­ir króna sem slita­bú WOW air vill láta rifta. Slita­bú­inu hef­ur ekki tek­ist að afla upp­lýs­inga um af­drif fjár­mun­anna sem voru hluti af fullnaðargreiðslu fyr­ir hlut Tít­ans í fé­lag­inu Cargo Express.

Fjallað er um mál þetta í ViðskiptaMogg­an­um í dag. Herma heim­ild­ir hans að þess verði ekki langt að bíða að gjaldþrota­skipta verði óskað á Tít­an fjár­fest­inga­fé­lagi en það held­ur m.a. utan um tæp­lega 10% hlut Skúla Mo­gensen í Car­bon Recycl­ing In­ternati­onal.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka