Ekkert fannst til að kyrrsetja hjá Títan

Þota WOW á Kefla­vík­ur­flug­velli.
Þota WOW á Kefla­vík­ur­flug­velli. mbl.is/​Hari

Skiptastjórar WOW air gripu í tómt þegar óskað var kyrrsetningar á eignum Títans fjárfestingafélags ehf. í liðinni viku. Þær eignir sem fundust í félaginu eru allar veðsettar Arion banka.

Því var um árangurslausa kyrrsetningu að ræða en til hennar var gripið vegna millifærslu milli WOW air og Títans, sem var móðurfélag flugfélagsins, sem framkvæmd var í febrúar 2019. Þar greiddi WOW air Títan tæpar 108 milljónir króna sem slitabú WOW air vill láta rifta. Slitabúinu hefur ekki tekist að afla upplýsinga um afdrif fjármunanna sem voru hluti af fullnaðargreiðslu fyrir hlut Títans í félaginu Cargo Express.

Fjallað er um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag. Herma heimildir hans að þess verði ekki langt að bíða að gjaldþrotaskipta verði óskað á Títan fjárfestingafélagi en það heldur m.a. utan um tæplega 10% hlut Skúla Mogensen í Carbon Recycling International.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK