Volkswagen greiðir 18 milljarða í sekt

Lógó bílaframleiðandans Volkswagen.
Lógó bílaframleiðandans Volkswagen. AFP

Dómstóll í Toronto hefur gert Volkswagen í Kanada að greiða 196,5 milljónir kanadískra dollara, eða um 18,5 milljarða króna, í sekt vegna útblásturshneykslis.

Bílaframleiðandinn hafði áður játað að hafa brotið umhverfislög með athæfi sínu. 

Dómstóllinn samþykkti samning sem Volkswagen hafði gert við kanadísk stjórnvöld, sem höfðuðu í desember umfangsmikið mál gegn fyrirtækinu.

Þrír fram­kvæmda­stjór­ar hjá Volkswagen og þrír starfs­menn voru fyrr í mánuðinum ákærðir fyr­ir markaðsmis­notk­un í tengsl­um við út­blást­urs­s­vindl fyr­ir­tæk­is­ins. Árið 2015 viður­kenndi VW að hafa notað sér­stak­an hug­búnað til að svindla á mæl­ing­um á út­blæstri Volkswagen-dísil­bif­reiða.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka