Draga úr raforkukaupum

Álverið í Straumsvík er annar stærsti viðskiptavinur Landsvirkjunar.
Álverið í Straumsvík er annar stærsti viðskiptavinur Landsvirkjunar. Morgunblaðið/Ómar

Stjórn­end­ur Rio Tinto (RT) hafa ákveðið að verk­smiðja fyr­ir­tæk­is­ins í Straums­vík verði ekki keyrð á full­um af­köst­um í ár. Þannig muni fram­leiðslan nema 184 þúsund tonn­um á þessu ári en til sam­an­b­urðar skilaði verk­smiðjan 212 þúsund tonn­um af áli á ár­inu 2018.

Mik­il frá­vik urðu í starf­sem­inni á ár­inu 2019 þegar tækni­leg­ir örðug­leik­ar urðu til þess að slökkva þurfti á ein­um af þrem­ur ker­skál­um verk­smiðjunn­ar í júní síðastliðnum. Frá þeim tíma hef­ur verk­smiðjan ekki verið keyrð á full­um af­köst­um.

Ákvörðun RT um sam­drátt í fram­leiðslunni hef­ur áhrif á tekj­ur Lands­virkj­un­ar. Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að vegna minni raf­orku­notk­un­ar í Straums­vík verði fyr­ir­tækið af 20 millj­óna doll­ara tekj­um, jafn­v­irði 2,5 millj­arða króna.

Sömu heim­ild­ir herma að RT hafi ein­hliða heim­ild til þess að draga með þess­um hætti úr raf­orku­kaup­un­um. Fyr­ir­tækið er ann­ar stærsti kaup­andi raf­orku af Lands­virkj­un á eft­ir Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarf­irði. Hef­ur notk­un RT numið um fjórðungi alls þess raf­magns sem Lands­virkj­un fram­leiðir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK