Krefja stjórnendur WOW um milljarða skaðabætur

Kröfu sína byggja skuldabréfaeigendurnir á þeirri skoðun að upplýsingagjöf í …
Kröfu sína byggja skuldabréfaeigendurnir á þeirri skoðun að upplýsingagjöf í tengslum við skuldabréfaútboðið hafi gefið villandi upplýsingar um raunverulega stöðu félagsins og með hvaða hætti fjármunum þeim sem safnað var í útboðinu yrði ráðstafað. mbl.is/Hari

Hópur skuldabréfaeigenda, sem þátt tóku í skuldabréfaútboði WOW air í september 2018, hefur sent stjórn og forstjóra hins fallna félags kröfubréf. Þar er þess krafist að þau bæti þeim það tjón sem þeir urðu fyrir þegar WOW air varð gjaldþrota 28. mars 2019. Við gjaldþrotið urðu skuldabréfin með öllu verðlaus.

Með bréfinu, sem sent var undir lok síðasta árs, krefst hópurinn þess að stjórnendurnir gangi til samninga um greiðslu bótanna en áskilur sér að öðrum kosti rétt til þess að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Kröfu sína byggja skuldabréfaeigendurnir á þeirri skoðun að upplýsingagjöf í tengslum við skuldabréfaútboðið hafi gefið villandi upplýsingar um raunverulega stöðu félagsins og með hvaða hætti fjármunum þeim sem safnað var í útboðinu yrði ráðstafað.

Heimildir Morgunblaðsins herma að þeir stjórnendur sem kröfurnar beinist að séu Skúli Mogensen, forstjóri, stjórnarmaður og eigandi félagsins, Liv Bergþórsdóttir, sem var stjórnarformaður félagsins þegar það féll og á árunum fyrir fall þess, Helga Hlín Hákonardóttir lögmaður og Davíð Másson, flugrekandi og fjárfestir.

Stjórn WOW air var með svokallaða stjórnendatryggingu sem tekin var til að mæta mögulegum kröfum vegna tjóns sem hún kynni að valda með störfum sínum. Sú trygging var tekin í gegnum áhættustýringarfyrirtækið Willis Towers Watson en að baki tryggingunni voru tvö erlend tryggingafélög.

Heimildir Morgunblaðsins herma að auk Skúla Mogensen beinist kröfur skuldabréfaeigenda …
Heimildir Morgunblaðsins herma að auk Skúla Mogensen beinist kröfur skuldabréfaeigenda að Liv Bergþórsdóttur, sem var stjórnarformaður félagsins þegar það féll og á árunum fyrir fall þess, Helgu Hlín Hákonardóttur lögmanni og Davíð Mássyni, flugrekanda og fjárfesti. mbl.is/RAX

Ekki hefur verið upplýst fyrir hversu hárri fjárhæð stjórnin var tryggð en heimildir Morgunblaðsins herma að sú fjárhæð sé mun lægri en sem nemur fjárhæð skuldabréfaútboðsins.

Upphaflega var stefnt að því að safna allt að 12 milljörðum króna í skuldabréfaútboði sem WOW air réðst í um mitt ár 2018. Afar treglega gekk að safna fjármagni með útboðinu en að lokum var tilkynnt 18. september fyrrnefnt ár að tekist hefði að loka því. Alls söfnuðust 50,15 milljónir evra, þar af rúmur helmingur frá fyrirtækjum og einstaklingum sem tengdust WOW air og eiganda þess nánum böndum.

Nánar er fjallað um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK