Cintamani er gjaldþrota

Verslun Cintamani í Bankastræti hafði þegar verið lokað.
Verslun Cintamani í Bankastræti hafði þegar verið lokað. Morgunblaðið/Pétur Hreinsson

Rekst­ur Cinta­mani hef­ur verið þung­ur síðastliðin ár og hef­ur stjórn Cinta­mani gefið fé­lagið upp til gjaldþrota­skipta. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá stjórn Cinta­mani.

Þar seg­ir að eig­end­ur hafi um nokk­urn tíma leit­ast við að end­ur­skipu­leggja fjár­hag fé­lags­ins, en því miður hafi þær til­raun­ir ekki skilað til­skild­um ár­angri og áfram­hald­andi rekstr­ar­hæfi fé­lags­ins hafi verið háð frek­ari fjár­mögn­un sem ekki hafi náðst.

„Stjórn fé­lags­ins þakk­ar trygg­um viðskipta­vin­um til margra ára stuðning­inn og þakk­ar starfs­mönn­um fé­lags­ins vel unn­in störf.“

Opna lík­lega aft­ur inn­an skamms

Í til­kynn­ingu á vef Íslands­banka má sjá að Cinta­mani er komið í sölu­ferli. Til sölu er all­ur vörula­ger Cinta­mani, skráð vör­u­núm­er fé­lags­ins og lénið cinta­mani.is. Tekið verður við til­boðum til og með 3. fe­brú­ar. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is er mik­ill áhugi á kaup­um á vörumerki Cinta­mani og eru all­ar lík­ur á því að versl­an­ir opni aft­ur inn­an skamms.

Til­kynnt hafði verið um rým­ing­ar­söl­ur vegna lok­un­ar versl­ana Cinta­mani í Smáralind og á Ak­ur­eyri.

Cinta­mani hef­ur ekki skilað árs­reikn­ingi fyr­ir árið 2018, en tap af rekstri fé­lags­ins árið 2017 var 126 millj­ón­ir. Árið 2016 var hins veg­ar hagnaður upp á 12,8 millj­ón­ir. Eigið fé fyr­ir­tæk­is­ins sam­kvæmt árs­reikn­ingi í árs­lok 2017 var 223 millj­ón­ir og störfuðu það ár að meðaltali 37 starfs­menn hjá fyr­ir­tæk­inu miðað við heils­árs­störf.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK