Jet2.com fjölgar ferðum til Íslands

Frá fyrsta flugi Jet2.com til Keflavíkur 7. febrúar í fyrra.
Frá fyrsta flugi Jet2.com til Keflavíkur 7. febrúar í fyrra. Ljósmynd/Isavia

Breska flugfélagið Jet2.com og ferðaskrifstofan Jet2CityBreaks hafa tilkynnt um aukningu við flugáætlun sína til Íslands fyrir veturinn 2020-2021 með áætlunarflugi frá Birmingham og Manchester í fyrsta sinn.

Einnig verða farnar sérferðir frá Stansted-flugvellinum í London, alþjóðaflugvellinum í Belfast og flugvellinum í Edinborg.

Þetta þýðir að félagið býður upp á ferðir til Íslands frá öllum níu starfsstöðvum sínum í Bretlandi, að því er segir í tilkynningu frá Isavia.

Flogið verður tvisvar í viku frá Manchester og Birmingham, á mánudögum og fimmtudögum frá 1. október til 23. nóvember og 11. febrúar til 26. apríl. Þar að auki hafa Jet2.com og Jet2CityBreaks einnig fjölgað sérferðum sínum til Íslands og bjóða nú í fyrsta sinn upp á ferðir frá alþjóðaflugvellinum í Belfast, Edinborg og Stansted-flugvellinum í London.

Viðskiptavinir geta valið á milli 37 þriggja eða fjögurra nátta ferða til Íslands en 15 ferðir eru í október og nóvember og 22 frá febrúar og fram í apríl. Hægt er að kaupa stakt flugfar eða velja á milli pakkaferða með Jet2CityBreaks. Flogið er með Boeing 737-800-flugvélum.

„Eftir miklar vinsældir ferða okkar til Íslands er það okkur sönn ánægja að bjóða upp á aukna þjónustu veturinn 2020-2021,“ segir Steve Heapy, forstjóri Jet2.com og Jet2Holidays, í tilkynningunni. „Ísland er áfangastaður sem vex hratt að vinsældum, þökk sé fjölbreyttum valkostum fyrir ferðalanga.“

„Við erum himinlifandi með þá ákvörðun Jet2.com að fjölga ferðum á milli Bretlands og Íslands næsta vetur. Við erum einnig spennt fyrir nýjum áfangastöðum sem leiða af sér fleiri beinar flugferðir til Íslands, segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs og tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK