Fleiri vilja áfengislausan bjór

Boðið er upp á 15 bjóra á krana á nýjum …
Boðið er upp á 15 bjóra á krana á nýjum áfengislausum bar BrewDog í London. Bjórarnir eru með á bilinu 0-0,5% áfengisprósentu. Ljósmynd/BrewDog

Áfengislausir drykkir, allt frá bjór til freyðivíns, njóta sífellt meiri vinsælda á börum víðs vegar um heiminn. BrewDog, sem rekur tvö brugghús og 100 bari í ýmsum löndum, hefur brugðist við eftirspurninni og opnaði í upphafi árs fyrsta bjórbarinn í London sem býður aðeins upp á áfengislausan bjór. 

„Þeir sem vilja drekka áfengislausan bjór eða bjór með lægri áfengisprósentu stefna gæðum, bragði og upplifun í hættu. Við ætlum að breyta því,“ sagði James Watt, forstjóri BrewDog, í tilefni af opnun áfengislausa barsins 6. janúar síðastliðinn. Á barnum er boðið upp á fimmtán áfengislausar bjórtegundir á krana. 

Andri Birgisson, framkvæmdastjóri BrewDog Reykjavík inn, segir að eftirspurn eftir áfengislausum bjór hafi skilað sér alla leið til Íslands. „Við höfum fundið fyrir mikilli aukningu og meiri áhuga á áfengislausum bjór eða bjór með lægri áfengisprósentu,“ segir Andri í samtali við mbl.is. 

BrewDog hefur brugðist við með því að bjóða alltaf upp á að minnsta kosti einn áfengislausan bjór á krana. „Svo höfum við einnig tekið inn fleiri bjóra með lægri áfengisprósentu,“ segir Andri. Ekki hefur enn komið til tals að opna áfengislausan bar hér á landi líkt og í London en það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. 

BrewDog opnaði í upphafi árs fyrsta bjórbarinn í London sem …
BrewDog opnaði í upphafi árs fyrsta bjórbarinn í London sem býður aðeins upp á áfengislausan bjór. Á BrewDog á Íslandi er ávallt boðið upp á einn áfengislausa bjórtegund á krana. Ljósmynd/BrewDog

Byrjaði allt í bílskúrnum hjá mömmu

BrewDog var stofnað árið 2007 af fyrrnefndum James Watt og Martin Dickie í bílskúr móður þess síðarnefnda en rekur í dag tvö brugghús og hefur opnað yfir 100 bari víðsvegar um heiminn. BrewDog hefur síðustu ár verið það matvæla- og drykkjafyrirtæki í Bretlandi sem stækkað hefur hraðast og í dag starfa yfir 1.000 manns hjá fyrirtækinu.

BrewDog hefur vakið athygli fyrir að fara óhefðbundnar leiðir og má þá til dæmis nefna að fyrirtækið var hópfjármagnað, markaðsefni þeirra er ögrandi og  lögð er mikil áhersla á að búa til samfélag í kringum craft-bjór.

Næstkomandi þriðjudag mun Sophie Sadler halda erindi á hádegisviðburði á vegum Félags viðskipta- og hagfræðinga á KEX hostel, en Sadler hefur umsjón með útbreiðslu BrewDog á heimsvísu. 

Sadler mun fara yfir ótrúlega vaxtarsögu fyrirtækisins og framtíðarplön ásamt því að svara spurningum sem kunna að brenna á fundargestum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK