Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, munu nú klukkan 10:00 kynna ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans, en í dag var ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentustig og verða stýrivextir bankans því 2,75%.
Á fundinum munu þau skýra ákvörðunina, auk þess að svara spurningum greiningaraðila og annarra sem sækja fundinn.
Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum hér að neðan.