Jötunn vélar gjaldþrota

Gjaldþrotabeiðni Jötuns véla var skilað inn til Héraðsdóms Suðurlands í …
Gjaldþrotabeiðni Jötuns véla var skilað inn til Héraðsdóms Suðurlands í gær. Ljósmynd/Jötunn vélar

Jöt­unn vél­ar, fyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í sölu á vél­um og búnaði tengd­um land­búnaði og verk­tök­um, lagði í gær fram beiðni um að verða tekið til gjaldþrota­skipta. Þetta staðfest­ir Finn­bogi Magnús­son fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins í sam­tali við mbl.is. Þrjá­tíu og fimm manns störfuðu hjá fyr­ir­tæk­inu.

Fyr­ir­tækið er með höfuðstöðvar á Sel­fossi og úti­bú á Ak­ur­eyri og Eg­ils­stöðum að auki, en um er að ræða eitt stærsta þjón­ustu­fyr­ir­tækið í land­búnaði á Íslandi. Það var stofnað árið 2004 og nam velta fyr­ir­tæk­is­ins 2,6 millj­örðum króna í fyrra.

Finn­bogi seg­ir að það sé „fúlt“ að svona hafi farið og að þetta sé erfitt fyr­ir margt starfs­fólk, sem hef­ur starfað lengi hjá fyr­ir­tæk­inu.

„Við stóðum af okk­ur hrunið en auðvitað beit það okk­ur í hæl­inn núna þegar kreppti að. Það eru mjög fá fyr­ir­tæki í inn­flutn­ingi sem voru með kenni­tölu frá 2004,“ seg­ir Finn­bogi.

Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötuns véla.
Finn­bogi Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Jöt­uns véla. Ljós­mynd/​Sig­urður Jóns­son

Sam­drátt­ur á véla­markaði skýr­ing­in

Í til­kynn­ingu frá Jötni vél­um sem barst mbl.is seg­ir að skýr­ing­in á gjaldþrota­beiðninni sé mik­ill sam­drátt­ur í véla­sölu, sem leitt hafi til mik­ils ta­prekst­urs fyr­ir­tæk­is­ins á síðasta ári.

„Sam­drátt­ur á véla­markaðnum hér á landi í fyrra var snarp­ur og nam um 30% sem kom mjög illa við okk­ar rekst­ur. Viðræður við banka og mögu­lega fjár­festa að und­an­förnu um end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins hafa því miður ekki skilað ár­angri og því eig­um við ekki ann­an kost en óska eft­ir gjaldþrota­skipt­um. Fyr­ir­tækið hef­ur á síðustu árum verið að vinna sig út úr skuld­setn­ingu sem var af­leiðing banka­hruns­ins hér á landi á sín­um tíma og þoldi því ekki veru­legt tap af rekstri sem við bætt­ist í fyrra,“ er haft eft­ir Finn­boga í til­kynn­ing­unni.

Þar er einnig haft eft­ir hon­um að von­ast sé til að hægt verði vinna þannig úr mál­um á næstu vik­um að starf­sem­in geti haldið áfram á nýj­um grunni. Á þann hátt verði unnt að tryggja hags­muni viðskipta­vina Jöt­uns véla í ís­lensk­um land­búnaði, sem og starfs­manna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka