Icelandair tapaði 7,1 milljarði í fyrra

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. mbl.is/Kristinn Magnússon

Afkoma Icelandair Group á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var 4 milljörðum króna, eða 32,6 milljónum dala, betri en á sama tíma árið áður. Þrátt fyrir það var rekstrartap félagsins á tímabilinu 4,5 milljarðar króna, eða um 36,7 milljónir dala.

Tap félagsins á síðasta ári nam samtals 7,1 milljarði króna eða 57,8 milljónum dala og jókst úr 6,8 milljarða tapi, 55,6 milljónum dala, frá því árið á undan.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að meginástæða neikvæðrar afkomu sé kyrrsetning Boeing 737 MAX-véla félagsins.

Tekjur Icelandair námu 39,2 milljörðum króna, eða 319,2 milljónum dala, á fjórða ársfjórðungi og hækkuðu um 7% frá því á sama tímabili í fyrra. Flutti félagið 25% fleiri farþega til Íslands á árinu samanborið við árið 2018.

Eigið fé Icelandair nam í árslok 59,3 milljörðum króna, um 482 milljónum dala, og var eiginfjárhlutfall félagsins 29%. Lausafjárstaða félagsins nam 37,1 milljarði í lok ársins.

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir Group, seg­ir upp­gjör fjórða árs­fjórðungs í sam­ræmi  við vænt­ing­ar stjórn­enda og af­komu­spá fé­lags­ins.

„Við bætt­um rekst­ur fé­lags­ins með um­bót­um í leiðakerf­inu, bættri tekju­stýr­ingu, betri nýt­ingu starfs­manna og með því að bæta stund­vísi fé­lags­ins sem dró úr kostnaði vegna rask­ana í leiðakerf­inu.“

Hann seg­ir árið í heild hafa verið krefj­andi þar sem kyrr­setn­ing MAX-véla hafi haft for­dæma­laus áhrif á rekst­ur Icelanda­ir með töpuðum tekj­um, aukn­um kostnaði og tak­mörk­un­um í nýt­ingu áhafna og flota fé­lags­ins. Með áherslu á aukna arðsemi leiðakerf­is­ins og hagræðingu í rekstri hafi náðst tölu­verður bati í und­ir­liggj­andi rekstri.

„Styrk­ur og sveigj­an­leiki leiðakerf­is­ins gerði það að verk­um að fé­lagið gat aðlagað leiðakerfið hratt og ör­ugg­lega að breytt­um markaðsaðstæðum. Aukn­ing á fjölda farþega til Íslands um 25% á ár­inu, þrátt fyr­ir kyrr­setn­ingu MAX-vél­anna, ber þess merki. Fé­lagið náði með þess­um aðgerðum að mæta auk­inni eft­ir­spurn og tryggja sætafram­boð til og frá Íslandi og styðja þannig við ís­lenska ferðaþjón­ustu.“

Lokið hafi verið við end­ur­fjármögn­un fé­lags­ins á ár­inu og það hafi styrkt lausa­fjár­stöðu þess enn frek­ar. Þá hafi hluta­fé verið aukið þegar nýr hlut­hafi, PAR Capital, kom inn í hlut­hafa­hóp Icelanda­ir Group sem sé nú stærsti hlut­hafi fé­lags­ins.

„Ég tel að með skýrri stefnu, sveigj­an­legu leiðakerfi, sterkri fjár­hags­stöðu og framúrsk­ar­andi starfs­fólki, mun­um við ná mark­miðum okk­ar um bætta arðsemi fé­lags­ins á ár­inu 2020 og styrkja þannig und­ir­stöður fé­lags­ins enn frek­ar fyr­ir sjálf­bær­an og arðbær­an vöxt til framtíðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK