Viðræður um orkuverð í farvegi

Álverið í Straumsvík er annar stærsti viðskiptavinur Landsvirkjunar.
Álverið í Straumsvík er annar stærsti viðskiptavinur Landsvirkjunar. Morgunblaðið/Ómar

For­svars­menn Rio Tinto, sem er eig­andi ál­verk­smiðjunn­ar í Straums­vík, hafa fundað með Bjarna Bene­dikts­syni, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, vegna þreng­inga í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins. Er það mat stjórn­end­anna að raf­orku­samn­ing­ur sem gengið var frá árið 2010 þrengi svo að starf­sem­inni að ekki verði við unað.

Hafa þeir sett mik­inn þrýst­ing á Lands­virkj­un, og nú síðast stjórn­völd, að samn­ing­ur­inn verði tek­inn upp og end­ur­skoðaður með til­liti til gjör­breyttra aðstæðna á heims­markaði með ál. Verðið stend­ur nú í rétt­um 1.700 doll­ur­um á tonnið og hef­ur lækkað um 10% á einu ári. Í fe­brú­ar fyr­ir ára­tug stóð verðið í 2.100 doll­ur­um. Gríðarleg fram­leiðslu­aukn­ing í Kína hef­ur m.a. orðið þess vald­andi að stærst­an hluta síðustu 10 ára hef­ur verðið hald­ist vel und­ir 2.000 doll­ur­um á tonnið.

Heim­ild­ir ViðskiptaMogg­ans herma að nú sé reynt að koma á viðræðum milli Lands­virkj­un­ar og Rio Tinto um end­ur­skoðun á samn­ingn­um. Það skref væri hins veg­ar í ósam­ræmi við yf­ir­lýs­ing­ar Harðar Arn­ar­son­ar, for­stjóra Lands­virkj­un­ar, um raf­orku­verð hér á landi. 

Nú í morg­un, kl. 8.00, hef­ur Rann­veig Rist, for­stjóri verk­smiðjunn­ar í Straums­vík, boðað alla starfs­menn til fund­ar. Þar verður m.a. farið yfir stöðu mála hjá fyr­ir­tæk­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka