Keypti hús á 20,9 milljarða

Jeff Bezos ásamt unnustu sinni Lauren Sanchez.
Jeff Bezos ásamt unnustu sinni Lauren Sanchez. AFP

Stofnandi Amazon, milljarðamæringurinn Jeff Bezos, var að kaupa sér hús á Los Angeles-svæðinu fyrir litlar 165 milljónir Bandaríkjadala, sem svarar til 20,9 milljarða króna. Með þessu er sett nýtt met í fasteignaverði á svæðinu samkvæmt frétt The Wall Street Journal.

Bezos keypti Warner-fasteignina af fjölmiðlamógúlnum David Geffen að því er WSJ greinir frá. Þar kemur fram að þar með hafi fyrra fasteignamat á svæðinu fallið en það voru kaup Lachlan Murdoch, elsta sonar Ruperts Murdoch, á fasteign á Bel-Air-svæðinu en það hús kom fyrir í The Beverly Hillbillies-sjónvarpsþáttaröðinni. 

Warner Estate-eignin nær yfir 3,6 hektara landsvæði í Beverly Hills. Það er byggt í georgískum stíl og má sem dæmi nefna að hluti gólfsins var áður í eigu Napóleons. Þar er að sjálfsögðu gestahús, tennisvöllur og níu holu golfvöllur. Húsið var byggt á fjórða áratug síðustu aldar af Jack Warner, fyrrverandi forstjóra. 

Bezos er talinn ríkasti maður heims en eignir hans eru metnar á yfir 110 milljarða Bandaríkjadala. Hann er meðal annars eigandi The Washington Post.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka