Eimskip fækkar stöðugildum um 14

Stöðugildum hjá Eimskip fækkar um 14.
Stöðugildum hjá Eimskip fækkar um 14. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stöðugildum fækkar um fjórtán hjá Eimskip og TVG-Zimsen vegna skipulagsbreytinga sem ætlað er að einfalda skipulag fyrirtækisins og hagræða rekstri, að því er fram kemur í tilkynningu frá Eimskip. Þar segir að með breytingunum myndist nýtt samþætt sölu og viðskiptastýringarsvið og að sviðinu tilheyra viðskiptaeiningar sem áður tilheyrðu sölusviði og flutningsmiðlun TVG-Zimsen, dótturfélags Eimskips.

Björn Einarsson.
Björn Einarsson. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Björn Einarsson verður nýr framkvæmdastjóri sölu og viðskiptastýringar og taka breytingarnar strax gildi. Björn hefur starfað hjá Eimskip og dótturfélögum í 14 ár meðal annars sem framkvæmdastjóri Eimskips í Evrópu með aðsetur í Hollandi og framkvæmdastjóri TVG-Zimsen.

Fram kemur í tilkynningunni að samhliða breytingunum hefur Eimskip komist að samkomulagi við Matthías Matthíasson, sem verið hefur framkvæmdastjóri sölusviðs, um að láta af störfum

Matthías Matthíasson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptaþjónustu, lætur af störfum.
Matthías Matthíasson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptaþjónustu, lætur af störfum. Ljósmynd/Eimskip

Þá mun Sara Pálsdóttir leiða innflutning, Sigurður Orri Jónsson leiða útflutning og Elísa D. Björnsdóttir taka við sem framkvæmdastjóri TVG-Zimsen af Birni Einarssyni. Arndís Aradóttir mun leiða tollskýrslugerð og farmskrá og Andrés Björnsson viðskiptaþróun og kostnaðareftirlit.

Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskipafélags Íslands.
Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskipafélags Íslands. Ljósmynd/Eimskip

„Með þessari breytingu erum við að einfalda skipulag og verðum betur í stakk búin til að auka snerpu í samskiptum og þjónustu við viðskiptavini okkar. Við höldum áfram á vegferð hagræðingar og samþættingar á sama tíma og við eflum slagkraftinn í sókninni,“ er haft eftir Vilhelm Má Þorsteinssyni forstjóra.

Efnisorð: Eimskip
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK