Olíuverð lækkar um 4 prósent

AFP

Verð á Brent-Norðursjávarolíu hefur lækkað um 4 prósent á markaði í Lundúnum í dag og er það rakið til þess að fjárfestar hafa áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar á heimsbúskapinn. Þá hafa hlutabréfavísitölur víða um heim lækkað mikið í viðskiptum það sem af er degi.

Hlutabréfavísitala kauphallarinnar í Mílanó á Ítalíu hefur lækkað um nærri 5% það sem af er, í Lundúnum hefur FTSE-vísitalan lækkað um 3,5% og vísitalan í París um 3,8%. 

Á móti hefur verð á gulli hækkað um 7% á markaði í Lundúnum og hefur ekki verið hærra frá því í janúar 2013. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK