Samið um lokagreiðslu fyrir hótelkeðjuna

Berjaya Land Berhad er í eigu malasíska kaupsýslumannsins Vincent Tan. …
Berjaya Land Berhad er í eigu malasíska kaupsýslumannsins Vincent Tan. Hann er líklega þekktastur fyrir að vera eigandi knattspyrnuliðsins Cardiff City. AFP

Öll skilyrði sem samið var um vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad, sem er í eigu malasíska kaupsýslumannsins Vincent Tan, 13. júlí sl. hafa nú verið uppfyllt. Þetta kemur fram í kauphallartilkynningu frá Icelandair Group í dag.

Heildarkaupverð 75% hlutar í Icelandair Hotels er rúmir sjö milljarðar króna (55,3 milljónir Bandaríkjadala) á núverandi gengi. Berjaya hefur þegar greitt Icelandair Group 1,9 milljarða (15 milljónir Bandaríkjadala). Eftirstöðvar kaupverðsins nema því um 5,1 milljarði króna (40,3 milljónum Bandaríkjadala), að því er fram kemur í tilkynningu.

Icelandair Group og Berjaya hafa nú komist að samkomulagi um að Berjaya greiði um helming eftirstöðvanna 28. febrúar nk., rúmlega 2,5 milljarða króna (20 milljónir dala)  og að lokagreiðslan, rúmir 2,6 milljarðar króna (20,3 milljónir dala), verði greidd 31. maí 2020, þremur mánuðum seinna en upphaflega var áætlað. Þá hefur Berjaya samþykkt að greiða 6% ársvexti af eftirstöðvum kaupverðs 28. febrúar.

Afhending á bréfum Icelandair Hotels fer fram samhliða lokagreiðslu í lok maí. Komi til þess að eftirstöðvarnar verði ekki greiddar er samkomulag um vanefndagreiðslu að fjárhæð rúmlega 2,5 milljarðar króna (20 milljónir dala) af hálfu kaupanda af því sem þegar hefur verið greitt og getur Icelandair Group þá rift kaupunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK