Icelandair lækkar áfram í kauphöllinni

Gengi Icelandair lækkar áfram.
Gengi Icelandair lækkar áfram. Haraldur Jónasson/Hari

Gengi hluta­bréfa Icelanda­ir held­ur áfram að lækka í Kaup­höll Íslands við opn­un markaða í dag. Það sem af er degi hef­ur gengi hluta­bréfa flug­fé­lags­ins lækkað um ríf­lega 7,6% og stend­ur nú í 6,37 kr. Alls hlaupa viðskipti með bréf fyr­ir­tæk­is­ins 148 millj­ón­um króna. 

Þetta er þriðji dag­ur­inn í röð sem gengi bréfa Icelanda­ir lækk­ar, en fyr­ir­tækið tók skarp­ar dýf­ur í gær og fyrra­dag. Talið er að rekja megi lækk­un­ina til út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar, en hluta­bréfa­vísi­töl­ur um heim all­an hafa fallið um­tals­vert í verði síðustu daga. 

Það sem af er ári hef­ur gengi hluta­bréfa Icelanda­ir lækkað um 8,61%, en gengi bréf­anna stóð fyr­ir helgi í 8,47 kr. Síðustu þrjá daga hef­ur gengið því lækkað um tæp­lega 25%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka