Óttast áhrif COVID-19 á markaði

AFP

Allar helstu hlutabréfavísitölur lækkuðu á mörkuðum í Asíu dag og er lækkunin, líkt og undanfarna daga, rakin til kórónuveirunnar. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, vara við því að ríkisstjórnir heims hafi ekki gert nægar ráðstafanir vegna farsóttarinnar.

Helstu hlutabréfavísitölur á Wall Street lækkuðu í gærkvöldi líkt og daginn áður. Lækkunin þar er ekki síst rakin til þess að yfirvöld í Bandaríkjunum segja líklegt að COVID-19-tilvikum eigi eftir að fjölga þar. 

Fjárfestar eru orðnir afar óttaslegnir um hag sinn og áhrif veirunnar á hagkerfi heimsins. 

Breska drykkjarvörufyrirtækið Diageo sendi frá sér tilkynningu í morgun um að útlit sé fyrir að sala á drykkjum muni dragast saman um 325 milljónir punda, sem svarar til 54,4 milljarða króna, á yfirstandandi rekstrarári vegna kórónuveirunnar.

Meðal vörumerkja Diageo eru Smirnoff, Johnnie Walker, Baileys og Guinness. Fyrirtækið á einnig 37% hlut í Moët Hennessy.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK