Óttast áhrif COVID-19 á markaði

AFP

All­ar helstu hluta­bréfa­vísi­töl­ur lækkuðu á mörkuðum í Asíu dag og er lækk­un­in, líkt og und­an­farna daga, rak­in til kór­ónu­veirunn­ar. Sér­fræðing­ar Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar, WHO, vara við því að rík­is­stjórn­ir heims hafi ekki gert næg­ar ráðstaf­an­ir vegna far­sótt­ar­inn­ar.

Helstu hluta­bréfa­vísi­töl­ur á Wall Street lækkuðu í gær­kvöldi líkt og dag­inn áður. Lækk­un­in þar er ekki síst rak­in til þess að yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um segja lík­legt að COVID-19-til­vik­um eigi eft­ir að fjölga þar. 

Fjár­fest­ar eru orðnir afar ótta­slegn­ir um hag sinn og áhrif veirunn­ar á hag­kerfi heims­ins. 

Breska drykkjar­vöru­fyr­ir­tækið Dia­geo sendi frá sér til­kynn­ingu í morg­un um að út­lit sé fyr­ir að sala á drykkj­um muni drag­ast sam­an um 325 millj­ón­ir punda, sem svar­ar til 54,4 millj­arða króna, á yf­ir­stand­andi rekstr­ar­ári vegna kór­ónu­veirunn­ar.

Meðal vörumerkja Dia­geo eru Smirnoff, Johnnie Wal­ker, Bai­leys og Guinn­ess. Fyr­ir­tækið á einnig 37% hlut í Moët Henn­essy.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka