Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Nordic Visitor á ferðaskrifstofunni Terra Nova Sól hf., en ferðaskrifstofan var hluti af TravelCo sem var stofnað í kjölfar gjaldþrots PrimeraAir og Arion banki tók yfir um mitt síðasta ár.
Í tilkynningu frá Arion kemur fram að samið hafi verið um kaupin 19. desember, en það hafi verið með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, sem nú liggi fyrir og áreiðanleikakönnunar, sem einnig er lokið. Fyrirvarar kaupsamningsins eru því uppfylltir.