Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu um milljarð

Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson.
Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjölmiðlafyrirtækið Sýn undirbýr nú höfðun dómsmáls vegna rúmlega 1,1 milljarðs króna kröfu sem Sýn gerir á hendur hjónunum Ingibjörgu Pálmadóttur, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, og fyrirtæki Ingibjargar, 365. 

Sýn rekur meðal annars Stöð 2, Bylgjuna og Vísi. Útgáfufélaginu Torgi, sem gefur út Fréttablaðið, hefur jafnframt verið stefnt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársreikningi Sýnar. 

Sýn keypti Stöð 2, Bylgjuna og Vísi í mars 2017 og telur fyrirtækið að samkeppnisákvæði í kaupsamningi Sýnar við 365 hafi verið brotin, til dæmis að tilteknir þættir í starfsemi vefmiðilsins frettabladid.is samrýmist ekki þeim skuldbindingum sem fram komi í þeim samningi. Jón Ásgeir og Ingibjörg fengu bréf þess efnis sent 17. desember síðastliðinn. 

Sýn krefst fimm milljóna króna dagsekta að viðbættum verðbótum vegna brotanna. Á þeim grundvelli er svo gerð krafa um greiðslu á 1.140 milljónum króna auk verðbóta. 

Jón Ásgeir, Ingibjörg og 365 mótmæltu kröfunni 20. desember og því hefur Sýn falið lögmanni að undirbúa höfðun dómsmáls.

Uppfært klukkan 20:35: 

Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs ehf., segir í samtali við frettabladid.is að fyrirtækinu hafi ekki borist stefna vegna kröfu Sýnar. Þá segir hún útgáfufélagið ekki sjá hvernig fyrirhuguð stefna gæti tengst Torgi. 

Ársreikningur Sýnar 2019

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK