Markaðsvirði Icelandair lækkað um 12 milljarða á viku

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlutabréf Icelandair halda áfram að lækka, en bréf félagsins hafa lækkað um 4,5% í viðskiptum í dag. Þetta er fimmti dagurinn í röð sem bréf félagsins lækka, en mest varð lækkunin á mánudaginn og þriðjudaginn þegar bréfin lækkuðu um 8,7% og 10,7%.

Bréf félagsins standa nú í 6,41 krónu á hlut, en á fimmtudaginn í síðustu viku var gengi þeirra 8,62 krónur á hlut. Nemur þetta fjórðungslækkun á vikutíma og hefur markaðsvirði félagsins lækkað úr 46,8 milljörðum niður í 34,8 milljarða, eða um 12 milljarða á þessum tíma.

Flest önnur félög í Kauphöllinni hafa einnig lækkað í viðskiptum í dag. Þannig hefur Síminn lækkað um 1,7%, Eimskip lækkað um 1,6% og Reitir um 1,3%.

Efnisorð: Icelandair
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK