Rauður dagur í Kauphöllinni

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hlutabréf lækkuðu í öllum félögum í Kauphöllinni í viðskiptum dagsins, ef frá eru talin bréf í Heimavöllum, en viðskipti með bréf félagsins voru aðeins fyrir 7 milljónir. Mest lækkun varð á bréfum Eimskips, en þau lækkuðu um 5,3%. Bréf Sýnar lækkuðu um 4%, bréf Kviku lækkuðu um 3,9% og Eik fasteignafélags um 3,75%.

Mest viðskipti voru með bréf Marels, eða 1,26 milljarðar, en bréf félagsins lækkuðu um 2,5%. Þá voru viðskipti með bréf Arion banka upp á 787 milljónir og lækkaði bankinn um 1,9%.

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 2,3% í dag, auk þess sem allar vísitölur norrænna markaða voru rauðar eftir viðskipti dagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK