Samdráttur gegnum Airbnb en fjölgun á hótelum

Heildarfjöldi gistinátta dróst saman í janúar, en samdrátturinn er á …
Heildarfjöldi gistinátta dróst saman í janúar, en samdrátturinn er á gististöðum sem selja í gegnum Airbnb og álíka síður, á meðan gistinóttum á hótelum fjölgaði. mbl.is/Árni Sæberg

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í janúar dróst saman um 1,7% samanborið við janúar 2019 sem skýrist fyrst og fremst af 41% fækkun gistinátta á stöðum sem miðla gistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður. Gistinóttum á hótelum fjölgaði hins vegar um 7% á meðan 10% aukning var á gistiheimilum. Á öðrum tegundum gististaða (farfuglaheimilum, orlofshúsum o.s.frv.) fjölgaði gistinóttum um 13%. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í dag.

Greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 495.000 í janúar síðastliðnum en þær voru um 503.000 í sama mánuði árið áður. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 346.000, þar af 291.600 á hótelum. Gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum o.þ.h. voru um 87.000 og um 61.000 á stöðum sem miðla gistingu í gegnum vefsíður á borð við Airbnb.

Graf/Hagstofan

Þegar horft er til síðustu 12 mánaða í heild, frá febrúar 2019 til janúar 2020, fjölgaði gistinóttum á hótelum um 2% miðað við sama tímabil árið áður og voru þær 4.544.000.

Herbergjanýting á hótelum í janúar 2019 var 49,1% og féll um 0,9 prósentustig frá fyrra ári. Á sama tíma hefur framboð gistirýmis aukist um 8,9% mælt í fjölda herbergja. Nýtingin í janúar var best á höfuðborgarsvæðinu, eða 66,2%.

Tafla/Hagstofan
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka