Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur gert birgjum fyrirtækisins viðvart um að mikil röskun geti orðið á starfsemi Vínbúðanna í þessum mánuði og þeim næsta. Náist ekki samningar milli BSRB og ríkisins fyrir 9. mars skellur á verkfall sem m.a. mun ná til þeirra starfsmanna ÁTVR sem eru félagsmenn í Sameyki — stéttarfélagi í almannaþjónustu.
Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR munu aðgerðirnar leiða til þess að öllum verslunum fyrirtækisins verður lokað ásamt dreifingarmiðstöð sem rekin er á þess vegum.
Um er að ræða eftirfarandi daga í mars og apríl:
9.-10. mars
17.-18. mars
24. og 26. mars
31. mars
1. apríl
15.-25. apríl