Jón Ásgeir nýr stjórnarformaður Skeljungs

Jón Ásgeir Jóhannesson er nýr stjórnarformaður Skeljungs.
Jón Ásgeir Jóhannesson er nýr stjórnarformaður Skeljungs. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir hefur tekið sæti stjórnarformanns í Skeljungi. Aðalfundur félagsins fór fram í gær og var ný stjórn kosin sem síðan skipti með sér verkum. Jón Ásgeir, sem áður var varastjórnarformaður félagsins, tekur við af Jens Meinhard Rasmussen, en hann gaf ekki kost á sér áfram í stjórninni. Greint er frá nýrri stjórn á heimasíðu félagsins.

Auk Jóns Ásgeirs voru kjörin í stjórn þau Birna Ósk Ein­ars­dótt­ir, stjórn­ar­maður og sölu- og þjón­ust­u­stjóri Icelanda­ir, Þór­ar­inn Arn­ar Sæv­ars­son, stjórn­ar­maður, fjár­fest­ir og einn eig­anda RE/​MAX fast­eigna­söl­unn­ar, Dagný Hall­dórs­dótt­ir, sem hef­ur meðal ann­ars komið að stjórn­un DH Sam­skipta, Pyngj­unn­ar (nú Sím­inn­Pay), Neyðarlín­unn­ar, Íslands­s­íma (nú Voda­fo­ne) og Skimu og Elín Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formaður Borg­un­ar og áður fram­kvæmda­stjóri hjá Íslands­banka.

Þau Birna Ósk og Þórarinn voru áður í stjórninni og buðu sig að nýju fram, en Dagný og Elín koma nýjar inn.

Höskuldur Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Arion banka, hafði boðið sig fram en dró framboð sitt til baka fyrir aðalfundinn. Þá höfðu þeir Jón Gunn­ar Borgþórs­son, sjálf­stæður ráðgjafi, og Már Wolfgang Mixa, aðstoðarpró­fess­or í fjár­mál­um við Há­skól­ann í Reykja­vík, boðið sig fram, en þeir hlutu ekki kjör í stjórnina.

Var niðurstaðan í samræmi við tillögur tilnefningarnefndar Skeljungs sem skilað var fyrir aðalfundinn.

Mikil lækkun hefur verið á hlutabréfamarkaðinum á Íslandi í dag. Hafa bréf Skeljungs meðal annars lækkað um 4,13% í 53 milljóna króna viðskiptum. Öll önnur félög hafa einnig lækkað.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK