Segja 14 þúsund milljarða í húfi vegna veirunnar

IATA telur flugfélögin á heimsvísu verða fyrir miklu fjárhagstjóni vegna …
IATA telur flugfélögin á heimsvísu verða fyrir miklu fjárhagstjóni vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. AFP

Alþjóðasamband flugfélaga (IATA) telur fjárhagstjón flugfélaga á heimsvísu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar á þessu ári, miðað við stöðuna eins og hún var 2. mars, geta numið allt að 113 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 14,3 þúsund milljarða íslenskra króna. Biður sambandið stjórnvöld um að huga að mótvægisaðgerðum.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef IATA, en þar segir að matið nái eingöngu til farþegaflugs og að enn eigi eftir að meta hvert tjónið getur orðið hvað vöruflutninga varðar.

Miðast fyrrnefnt fjárhagstjón við stöðuna sem skapast ef veirusmit heldur áfram að breiðast út í miklum mæli. Hins vegar er gert ráð fyrir mun minna tjóni ef tekst að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar eða 63 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 8 þúsund milljarða íslenskra króna.

Alexandre de Juniac, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands flugfélaga, IATA.
Alexandre de Juniac, framkvæmdastjóri Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Ljósmynd/IATA

Endurskoði skatta og gjöld

„Mörg flugfélög eru að draga úr flutningsgetu og grípa til neyðarráðstafana til þess að draga úr kostnaði. Stjórnvöld verða að taka eftir þessu. Flugfélög eru að gera sitt besta til þess að halda sér á floti á sama tíma og þau sinna mikilvægu hlutverki sínu, að tengja efnahagskerfi heimsins. Þegar stjórnvöld líta til mótvægisaðgerða mun flugiðnaðurinn þurfa að endurskoðaðir verði skattar, gjöld og úthlutun lendingartíma,“ segir Alexandre de Juniac, framkvæmdastjóri IATA, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK