Fljúga tómum vélum til að halda í afgreiðslutíma

Flugfélög hafa þurft að fljúga hálftómum, ef ekki tómum, vélum …
Flugfélög hafa þurft að fljúga hálftómum, ef ekki tómum, vélum til að halda í afgreiðslutíma á flugvöllum. AFP

Flugfélög hafa eytt hundruðum þúsunda lítra af eldsneyti til að knýja tómar flugvélar á sama tíma og eftirspurn eftir flugi hefur hríðfallið vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta gera félögin til að halda í afgreiðslutíma sína (e. slots) á flugvöllum, en samkvæmt reglum eiga flugfélög á hættu að missa afgreiðslutímana fari nýting þeirra undir 80%. 

Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, vekur máls á þessu á Twitter, en hann hefur sent forstjóra Airport Coordination Limited (ACL), félags sem sér um afgreiðslutíma 46 alþjóðaflugvalla um allan heim, bréf vegna málsins. Kallar hann eftir því að reglunum verði breytt í ljósi útbreiðslu veirunnar. „Þetta fyrirkomulag er óviðunandi,“ segir Shapps í bréfinu. „Það er hvorki hagur fluggeirans, farþega né umhverfisins.“

Reglan hefur þegar verið felld niður vegna flugs til og frá Hong Kong og meginlandi Kína en er óbreytt á öðrum svæðum.

Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á flugfélög um allan heim, en Alþjóðasamband flugfélaga hefur gefið út að flugfélög heims gætu tapað allt að 113 milljörðum dala, um 14.000 milljörðum króna, takist ekki að halda útbreiðslu veirunnar í skefjum. Segir sambandið að áhrifin á fluggeirann yrðu þá sambærileg efnahagshruninu 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka