Verðhrun á olíumörkuðum

Verðið hríðfellur á olíu.
Verðið hríðfellur á olíu. AFP

Verð á hráolíu lækkaði um 30% þegar markaðir voru opnaðir í dag. Viðræður Samtaka olíuframleiðsluríkja (OPEC) og Rússa um þak á framleiðslu olíu runnu út í sandinn á föstudag. Verðið á tunnu af Norðursjávarolíu var komið niður í 34,29 bandaríkjadali. Telegraph greinir frá.

Í gildi er samningur milli ríkjanna um hámarksframleiðslu en honum lýkur í lok mánaðarins. Ef ekki nást samningar að nýju er þeim frjálst að framleiða eins mikið af olíu og þeim þóknast. 

Blikur eru á lofti því í ofanálag hefur kórónuveiran sem breiðist út um heiminn áhrif á eftirspurn eftir olíu, sem fer minnkandi. 

Verðið hefur ekki fallið jafnhratt frá því á þriðja áratug síðustu aldar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK