Réttur tími fyrir trúverðugan pakka hins opinbera

Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Ljósmynd/Aðsend

Morg­undag­ur­inn og næstu dag­ar munu hafa mikið með það að segja hvort markaður­inn muni finna botn og jafna sig eða hvort vænta megi langvar­andi erfiðleika á markaði. Þetta seg­ir Jón Bjarki Bents­son, aðal­hag­fræðing­ur Íslands­banka, í sam­tali við mbl.is. Hann tel­ur að nú sé rétti tím­inn fyr­ir rík­is­valdið og Seðlabank­ann að koma fram með trú­verðugan pakka til að koma til móts við efna­hagsaðstæður.

Í dag hafa mikl­ar hrær­ing­ar verið á mörkuðum hér heima sem og er­lend­is, en það má rekja til þess að samn­ing­ar Rússa og Sam­taka olíu­fram­leiðslu­ríkja (OPEC) um þak á fram­leiðslu olíu runnu út í sand­inn á föstu­dag­inn. Skall á verðstríð í kjöl­farið með til­heyr­andi lækk­un olíu­verðs og bæt­ist það ofan á áhyggj­ur fjár­festa vegna út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar með til­heyr­andi sam­drætti í spurn eft­ir vöru og þjón­ustu sem og vanda­mála í fram­leiðslu­ferl­um sem komið hafa upp vegna veirunn­ar. Hafa hluta­bréfa­vísi­töl­ur í Evr­ópu lækkað um rúm­lega 7% og vest­an­hafs um 4-5%, en lækk­un­in var um­tals­vert meiri í upp­hafi dags.

Kem­ur eins og búmerang til baka

Jón Bjarki seg­ir að und­an­farið hafi alþjóðleg­ir markaðir í nokk­ur skipti reynt að hrista af sér svart­sýn­ina um kór­ónu­veiruna og áhrif henn­ar á heims­bú­skap­inn og fyr­ir­tækja­rekst­ur. „Það hef­ur ein­hvern veg­inn alltaf komið til baka, verið eins kon­ar búmerang,“ seg­ir hann, en lækk­un­in í dag er sú mesta hingað til.

Seg­ir Jón Bjarki að í hvert skipti sem aðeins hafi séð til sól­ar hafi jafn­h­arðan komið fram nýj­ar upp­lýs­ing­ar um út­breiðslu veirunn­ar eða frá grein­end­um sem meti nei­kvæð áhrif af veirunni. Þá hafi upp­færðar spár alþjóðlegra stofn­ana sem spái fyr­ir um áhrif á heimsvísu meira og minna all­ar verið á þá leið að áhrif­in verði um­tals­verð á fyrsta og öðrum árs­fjórðung.

Lækk­andi olíu­verð gæti mildað áhrif

Í þessu um­hverfi lækk­ar spurn eft­ir olíu og þegar olíu­fram­leiðslu­rík­in ætluðu að bregðast við með fram­leiðslutak­mörk­un­um endaði það með hvelli á föstu­dag­inn. „Það bætti gráu ofan á svart varðandi olíu­verðið,“ seg­ir Jón Bjarki en bæt­ir við að sú niðurstaða hafi þó lík­lega mild­andi áhrif á ein­stak­linga og fyr­ir­tæki hér á landi með því að draga úr verðbólgu og lækka kostnað.

Fleiri þætt­ir hafa einnig áhrif á það mikla verðfall sem hef­ur orðið á hluta­bréfa­mörkuðum og seg­ir Jón Bjarki að ofan á hreint mat um af­komu bæt­ist við að fjár­magnseig­end­ur reyni að flýja í ör­yggi. Til viðbót­ar er þriðji þátt­ur­inn tækni­leg­ar af­leiðing­ar vegna veðkalla og trygg­inga­stöðulos­ana. „Það magn­ar tíma­bundið upp und­ir­liggj­andi áhrif en geng­ur venju­lega fljótt til baka,“ seg­ir hann.

Kom­andi dag­ar og vik­ur mik­il­væg­ar

Kom­andi dag­ar munu að sögn Jóns Bjarka vera veiga­mikl­ir upp á fram­haldið. „Dag­ur­inn er ekki úti enn, en morg­undag­ur­inn og næstu dag­ar munu ríða baggamun hvort markaður­inn finni botn og jafni sig eða hvort syrti í ál­inn.

Í nú­ver­andi ástandi með kór­ónu­veiruna hef­ur ferðaþjón­ust­an verið tal­in í hvað viðkvæm­ustu stöðunni og seg­ir Jón Bjarki að hún sé háð geysi­legri óvissu nú um stund­ir. Þótt ekki sé hægt að átta sig á hversu þungt höggið verður í ár sé ljóst að það verði tals­vert. Seg­ir hann að næsti vik­ur muni skipta gríðarlegu máli þar um, en í mars og apríl kem­ur inn mik­ill þungi bók­ana fyr­ir stærstu sum­ar­mánuðina. Seg­ir hann að miðað við stöðuna með kór­ónu­veiruna megi bú­ast við að ferðamenn bíði aðeins og seinki ákvörðun um ferðalag og taki hana jafn­vel með skömm­um fyr­ir­vara rétt fyr­ir sum­arið. Það muni þó að öll­um lík­ind­um hafa um­tals­verð áhrif ef bók­an­ir taki ekki eitt­hvað við sér þegar líði á mars­mánuð. Jón Bjarki tek­ur þó fram að jafn­vel þótt höggið gæti orðið tals­vert segi reynsl­an frá því þegar fyrri far­ald­ar gengu yfir að ferðaþjón­usta hafi þá verið snögg að taka við sér, sér­stak­lega á þeim svæðum þar sem höggið varð mest.

Ekki mik­ill skaði þótt krón­an lækki aðeins

Eitt af því sem get­ur haft mik­il áhrif á spurn eft­ir Íslandi sem ferðamannastað er gengi krón­unn­ar, en Jón Bjarki seg­ir að það hafi meðal ann­ars hjálpað til við að milda höggið í fyrra að gengið hafði þá þegar lækkað. „Ég geri ráð fyr­ir að sum­ir í pen­inga­stefnu­nefnd sjái ekki mik­inn skaða þótt krón­an lækki aðeins, svo framar­lega sem verðbólg­an fer ekki veru­lega upp,“ seg­ir hann.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði í síðustu viku að vaxtalækkun myndi …
Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri sagði í síðustu viku að vaxta­lækk­un myndi ekki skila sér í hag­kerfið á næstu mánuðum, en Seðlabank­inn væri með önn­ur verk­færi. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Í næstu viku er vaxta­ákvörðun­ar­dag­ur pen­inga­stefnu­nefnd­ar Seðlabank­ans. Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri sagði á fundi efna­hags­nefnd­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í síðustu viku að fleiri tól væru til staðar en vaxta­lækk­un til að bregðast við efna­hags­leg­um áhrif­um veirunn­ar. Sagði hann jafn­framt að vaxta­lækk­un myndi ekki skila sér al­menni­lega inn í hag­kerfið fyrr en eft­ir nokkra mánuði.

Gæti kynnt slök­un í rík­is­fjár­mál­um

Spurður út í mögu­leg­ar aðgerðir Seðlabank­ans eða hins op­in­bera við nú­ver­andi aðstæður seg­ir Jón Bjarki að það besta í stöðunni væri trú­leg­ast ef rík­is­stjórn­in og Seðlabank­inn myndu sam­an koma með ein­hverja heild­stæða og trú­verðuga áætl­un sem myndi þjóna þeim til­gangi að gæta að hag­kerf­inu í heild. „Þetta hef­ur verið látið í veðri vaka og ég tel að það sé hár­rétt leið til að fram­kvæma hlut­ina,“ seg­ir hann. Þá tel­ur Jón Bjarki að slík stefna geti verið sett fram með eða án vaxta­lækk­un­ar.

Nefn­ir hann í þessu dæmi mögu­leika á að ríkið gæti kynnt slök­un í rík­is­fjár­mál­um með aukn­um fram­kvæmd­um eða lækk­un á álög­um auk þess sem Seðlabank­inn gæti slakað á eig­in­fjár­hlut­falli fjár­mála­stofn­ana, víkkað fjár­mála­leg skil­yrði og liðkað fyr­ir lausa­fé í um­ferð með greiðari aðgangi að lán­um.

Seg­ir Jón Bjarki að miðað við stöðuna með kór­ónu­veiruna og lækk­un á mörkuðum væri rétti tím­inn til að kynna svona aðgerðir í þess­ari eða næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK