ESB grípur inn í vegna tómra farþegaflugvéla

Þetta tilkynnti Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í …
Þetta tilkynnti Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í dag. AFP

Evrópusambandið hyggst grípa hratt og örugglega inn í vegna fregna af því að flugfélög fljúgi tómum og hálftómum flugvélum sínum á milli staða til þess að halda í afgreiðslutíma.

Þetta tilkynnti Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í dag.

„Útbreiðsla kórónuveirunnar hefur haft gífurleg áhrif á evrópskar og alþjóðlegar flugsamgöngur. Við sjáum ástandið versna dag frá degi og eigum von á að það hægi enn meira á flugumferð,“ sagði von der Leyen á blaðamannafundi.

Af þessum sökum muni Evrópusambandið vinna hratt og örugglega að bráðabirgðareglugerð vegna afgreiðslutíma flugvalla með það að markmiði að draga úr svokölluðum „draugaflugferðum“.

Flugfélög eiga á hættu að missa afgreiðslutíma (e. slots) sína á flugvöllum fari nýting þeirra undir 80%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka