Hlutabréf í Icelandair lækkuðu mikið við opnun markaða í morgun eða 22,2%. Kemur lækkunin í kjölfar þess að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir að farþegaflugi milli Evrópu og Bandaríkjanna yrði stöðvað til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar.
Þá féllu einnig gengi bréfa annarra fyrirtækja mikið við opnun markaða. Bréf Festi féllu um 11,2%, Marel um 10,8%, Kviku banka 10,7%, VÍS 9,5%, Iceland Seafood 8,7% og gengi bréfa TM féllu umm 8,2%.
Minnsta lækkunin var hjá Origo en gengi bréfa þeirra féllu um 5,3%. Engin viðskipti voru með bréf í Brim, Eimskip eða Heimavöllum.
Önnur flugfélög hafa einnig orðið fyrir skelli á mörkuðum í kjölfar yfirlýsingu bandarískra stjórnvalda og hafa hlutabréf Norwegian fallið mikið í dag.
Þá hefur einkennt morgunin mikið fall hlutabréfa á öllum Norðurlöndunum. „Við erum að nálgast stað þar sem við getum sagt að það sé gífurlegur ótti á mörkuðum. Þetta fer að verða þróun sem minnir á örvæntingu,“ segir Christian Lie, sérfræðingur hjá Danske Bank, í samtali við norska viðskiptavefinn E24 um stöðuna í Noregi.