Bréf Norwegian rjúka upp

Norwegian hefur tekið margar dýfur í kauphöllinni í Ósló síðustu …
Norwegian hefur tekið margar dýfur í kauphöllinni í Ósló síðustu misseri. Ljósmynd/Norwegian

Hlutabréf Norwegian Air Shuttle hafa hækkað mikið í kauphöllinni í Osló í morgun. Nemur hún um 28% og vegur nokkuð á móti hruni bréfanna í gær sem nam 22%. Bréf félagsins eru nú um 78% lægri en þau voru um áramót. Félagið hefur átt við mikinn lausafjárvanda að etja síðustu misseri og hefur útbreiðsla kórónuveirunnar og nú síðast ferðabann Bandaríkjastjórnar sett mikið strik í reikninginn hjá félaginu.

Í gær tilkynnti Norwegian um að félagið myndi draga flugáætlun sína næstu vikur verulega saman og að hluta starfsfólks yrði sagt upp störfum.

Hafa bréf Norwegian tekið betur við sér en bréf Icelandair nú í morgun en þau hafa hækkað um rúmt 2,3% frá því að markaðurinn hér heima opnaði. Í gær lækkuðu bréf félagsins um 22,8% og höfðu þá ekki tekið aðra eins dýfu frá því árið 2018 þegar félagið kynnti kolsvarta og breytta afkomuspá fyrir það ár.

Framleiðendurnir rétta aðeins úr kútnum

Bréf Airbus hafa hækkað um 3% í kauphöllinni í París í morgun en félagið lækkaði um 16,73% í viðskiptum gærdagsins. Þá hafa bréf Boeing hækkað um 7,81% í utanmarkaðsviðskiptum það sem af er morgni. Félagið lækkaði um 18,11% í viðskiptum dagsins í gær.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK