Heimila samstarf ferðaskrifstofa vegna kórónuveirunnar

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samstarf ferðaskrifstofa með starfsleyfi frá Ferðamálastofu, sem …
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samstarf ferðaskrifstofa með starfsleyfi frá Ferðamálastofu, sem miðar að því að tryggja að viðskiptavinir þeirra komist til síns heima og takmarka tjón sem hljótast mun af því fordæmalausa ástandi sem nú ríkir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Samkeppniseftirlitið veitti í dag heimild fyrir samstarfi ferðaskrifstofa sem miðar að því að tryggja að viðskiptavinir þeirra komist til síns heima og takmarka tjón sem hljótast mun af því fordæmalausa ástandi sem nú ríkir sökum útbreiðslu kórónuveirunnar. 

Heimildin nær til ferðaskrifstofa sem eru með starfsleyfi frá Ferðamálastofu og er bundið þeim skilyrðum að Ferðamálastofa meti samstarfið nauðsynlegt hverju sinni og stofnunin sé þátttakandi eða sé gefinn kostur á að vera þátttakandi í öllum samskiptum sem lúta að samstarfinu.

Þá er Ferðamálastofu heimilt að kalla saman aðra ferðaþjónustuaðila til þess að meta hvernig brugðist skuli að öðru leyti við áhrifum heimsfaraldurs kórónuveirunnar á ferðaþjónustuna, neytendamarkaðinn og efnahagslífið almennt. Reynist þörf á frekari undanþágu frá banni við samstarfi þessara aðila verður tekin afstaða til þess í sérstöku máli.

Samkeppniseftirlitið hefur á síðustu dögum veitt Samtökum í ferðaþjónustu undanþágu til að bregðast við vanda sem stafar af útbreiðslu veirunnar. Einnig hefur eftirlitið heimilað samstarf sem miðar að því að tryggja fullnægjandi aðgengi að lyfjum sem og samskipti fyrirtækja á ýmsum sviðum sem miðar að því að tryggja órofinn rekstur og fullnægjandi aðföng.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK