10.000 starfsmenn SAS sendir heim

Kórónuveiran kemur illa við flugbransann. „Þetta er samfélagskrísa,“ segir forstjórinn.
Kórónuveiran kemur illa við flugbransann. „Þetta er samfélagskrísa,“ segir forstjórinn. AFP

10.000 starfsmenn skandinavíska flugfélagsins SAS verða sendir í ótímabundið leyfi næstu daga. Frá þessu greindi Rickard Gustafson, forstjóri félagsins, á blaðamannafundi í dag. „Spurn eftir flugi hefur meira og minna þurrkast út vegna kórónuveirunnar,“ sagði Gustafson á fundinum og bætti við að aðgerðirnar væru því nauðsynlegar.

Um er að ræða 90% starfsmanna fyrirtækisins. Enn eru um 1.100 starfsmenn við vinnu enda enn þörf á einhverjum starfsmönnum á meðan stórir flugvellir á borð við London og Frankfurt eru opnir.

Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, sagði í viðtali við Aftonbladet að ekki væri hægt að útiloka að sænska ríkið, sem á 15% hlut í SAS, þyrfti að bjarga flugfélaginu. Fulltrúar félagsins funduðu með sænskum stjórnvöldum á föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK