Icelandair fundaði með ráðherrum

Ráðherrar og ráðuneytisstarfsmenn ganga út eftir fund sunnudegi fyrir samkomubann.
Ráðherrar og ráðuneytisstarfsmenn ganga út eftir fund sunnudegi fyrir samkomubann. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Forsvarsmenn Icelandair Group hafa unnið að því sleitulaust síðustu sólarhringa að átta sig á hvaða áhrif ferðabönn Bandaríkjastjórnar, Danmerkur og Noregs hafa á flugáætlun félagsins á komandi vikum.

Ljóst er að til skamms tíma mun draga verulega úr starfsemi félagsins vegna áhrifa af útbreiðslu kórónuveirunnar og þeirra aðgerða sem ríkisstjórnir í Evrópu og Bandaríkjunum eru að grípa til vegna ástandsins.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, fundaði með ráðherrum og ráðuneytisstjórum síðdegis í gær og fór þá yfir stöðu mála. Ljóst er að sú ákvörðun stjórnvalda á laugardag að hvetja Íslendinga til þess að lágmarka ferðalög út fyrir landsteinana og að skora á Íslendinga erlendis að flýta heimför hefur mikil áhrif á veigamikinn heimamarkað félagsins.

Í gærkvöldi fundaði stjórn Icelandair Group og fór yfir stöðu mála.

Um helgina hafa forsvarsmenn félagsins einnig fundað með forystufólki Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Flugfreyjufélags Íslands. Heimildir Morgunblaðsins herma að á þeim fundum hafi fulltrúum félaganna verið gerð grein fyrir því að staða Icelandair, eins og annarra flugfélaga sem sinna áætlunarflugi yfir Atlantshafið, sé grafalvarleg

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka