Bréf Arion banka lækkuðu um tæp 7% í viðskiptum þegar Kauphöll Íslands opnaði fyrir viðskipti nú í morgun. Stendur markaðsvirði bankans nú í 99,8 milljörðum króna en bókfært virði eigin fjár bankans nam 189 milljörðum króna um síðustu áramót.
Frá því að bankinn var settur á markað hefur gengi hans aldrei verið svo lágt. Stendur það nú í 55 en í september 2018 stóð gengið hins vegar í 93.
Stærstu hluthafar bankans eru a Capital Advisors UK LLP sem heldur á 24,67% hlut, Sculptor Capital Management með 9,99% og Gildi lífeyrissjóður með 9,6%. Þá á Lífeyrissjóður verslunarmanna 5,26%.