Brjálað að gera í netversluninni

Bílstjórar Heimkaupa voru í óðaönn að ferma bílana í gærdag.
Bílstjórar Heimkaupa voru í óðaönn að ferma bílana í gærdag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrirtæki sem bjóða upp á netverslun með mat og fleiri vörur hafa vart undan að sinna eftirspurn eftir að samkomubann var sett á og kórónuveirusmitum fjölgaði hér á landi.

„Það hefur verið fjórfalt eða fimmfalt meiri sala í matvöru en var áður,“ segir Guðmundur Magnason, forstjóri Heimkaupa, í ViðskiptaMogganum í dag. Fyrirtækið bætti í gær við morgunvakt í útkeyrslu til að anna eftirspurn. Nettó varð að hætta að taka á móti pöntunum um helgina vegna ásóknar.

10 tonn af lóðum seldust

Sala á heilsuræktarvörum hjá versluninni Hreysti í Skeifunni tók mikinn kipp um síðustu helgi, eftir að samkomubann var sett á, og fólk sá fram á færri heimsóknir í líkamsræktarstöðvar. Gunnar Emil Eggertsson, framkvæmdastjóri Hreysti, segir að tíu tonn af ketilbjöllum og handlóðum hafi selst á föstudag og laugardag. Von er á nýrri sendingu á næstunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK