Í beinni: Kynningarfundur vegna vaxtalækkunar

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kynningarfundur Seðlabankans vegna ákvörðunar peningastefnunefndar og fjármálastöðugleikanefndar í morgun fer fram klukkan 10:00. Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu hér að neðan.

Ákveðið var að lækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentur, eða niður í 1,75%. Þá var ákveðið að aflétta 2% kröfu um sveiflu­jöfn­un­ar­auka, en talið er að það muni hafa jákvæð áhrif til banka og fjármálastofnana til að auka svigrúm til nýrra útlána um allt að 350 milljarða. 

Þetta var í annað skiptið á vikutíma sem gripið hefur verið til vaxtaákvörðunar utan hefðbundinna vaxtaákvörðunardaga. Í síðustu viku lækkaði bankinn vexti einnig um 0,5 prósentur og hafa stýrivextirnir því lækkað um 1 prósentustig á viku.

Kynningin verður í höndum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, Þórarins G. Péturssonar, framkvæmdastjóra sviðs hagfræði og peningastefnu, og Hauks C. Benediktssonar, framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs. 



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK