Fjölmörg flugfélög þurfa ríkisaðstoð

AFP

Forstjóri þýska flugfélagsins Lufthansa  varaði í morgun við því að flugfélög heims myndu vart lifa af án ríkisaðstoðar. Um 90% af flugflotanum hefur verið lagt vegna kórónuveirunnar.

Lufthansa hefur lagt 700 af 763 farþegaþotum félagsins tímabundið en útlit er fyrir að þær taki ekki flugið næstu vikur vegna lokunnar landamæra og minnkandi eftirspurnar.

„Því lengur sem kreppan varir því líklegra verður að framtíð flugreksturs verður ekki tryggð á ríkisaðstoðar,“ segir Carsten Spohr, forstjóri Lufthansa.

Vegna aðstæðna mun Lufthansa og dótturfélög þess halda úti um 5% af þeim flugferðum sem félagið er með í eðlilegu árferði. Austrian Airlines hefur aflýst nánast öllum flugferðum til 28. mars og Brussels Airlines frá 21. mars til 19. apríl. Lufthansa mun fljúga um 140 flugferðir sem sérstaklega eru ætlaðar 20 þúsund farþegum sem þarf að koma heima vegna lokunar landamæra. 

Ríkisstjórn Noregs fundaði með stjórnendum norska flugfélagsins Norwegian Air í gær eftir að stjórnendur þess óskuðu eftir viðræðum við stjórnvöld um fjárhagsaðstoð. Áður hafði SAS fengið slíka aðstoð frá stjórnvöldum í Danmörku og Svíþjóð. Hafa þau boðið SAS 3 milljarða sænskra króna ríkisábyrgð. Hlutabréf Norwegian hækkuðu um 29% í norsku kauphöllinni í gær. 

Ekki hefur verið upplýst um niðurstöðu fjarfundar stjórnenda Norwegian með ríkisstjórninni en flugfélagið hefur sent um 90% starfsfólks félagsins í tímabundið leyfi vegna stöðunnar á flugmarkaði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka