Landsbankinn lækkar vexti

Landsbankinn í Austurstræti.
Landsbankinn í Austurstræti. mbl.is/Árni Sæberg

Landsbankinn hefur lækkað vexti til einstaklinga og fyrirtækja og mun ný vaxtatafla taka gildi að morgni 23. mars næstkomandi.

Breytilegir vextir íbúðalána lækka um 0,40 prósentustig. Eftir breytinguna verða breytilegir vextir óverðtryggðra íbúðalána 4,10% og breytilegir vextir verðtryggðra íbúðalána verða 2,40%, að því er segir í tilkynningu.

Óverðtryggðir og verðtryggðir kjörvextir lækka um 0,30 prósentustig.

Íslandsbanki lækkaði vexti fyrr í dag í framhaldi af stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands. 

Yfirdráttarvextir Landsbankans lækka um 0,30-0,50 prósentustig og breytilegir vextir á bíla- og tækjalánum lækka um 0,30 prósentustig.

Fastir óverðtryggðir íbúðalánavextir til 36 og 60 mánaða og fastir verðtryggðir íbúðalánavextir til 60 mánaða verða óbreyttir.

Innlánsvextir almennra veltureikninga verða óbreyttir en aðrir algengir innlánsvextir standa í stað eða lækka um 0,10-0,50 prósentustig.

Nánari upplýsingar munu koma fram í nýrri vaxtatöflu Landsbankans sem tekur gildi 23. mars.

Þetta er önnur vaxtalækkunin hjá Landsbankanum á skömmum tíma því síðast lækkaði hann vextina 13. mars. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK