Í kjölfar nýlegrar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands hefur Arion banki tekið þá ákvörðun að breyta innláns- og útlánsvöxtum bankans. Breytingin tekur gildi 23. mars. Landsbankinn og Íslandsbanki hafa þegar lækkað sína vexti
Helstu breytingar hjá Arion banka eru eftirfarandi:
- Óverðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir lækka um 0,30% og verða 4,19%.
- Almennir óverðtryggðir kjörvextir lækka um 0,30% og almennir verðtryggðir kjörvextir lækka um 0,10%.
- Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga haldast ýmist óbreyttir eða lækka um 0,30% - 0,50%.
- Vextir bílalána lækka um 0,10% - 0,50%.
- Breytilegir innlánavextir bankans munu í mörgum tilfellum haldast óbreyttir þrátt fyrir stýrivaxtalækkun en þó munu vextir nokkurra innlánareikninga lækka um 0,05% - 0,50%.
- Vextir íbúðalána með föstum vöxtum haldast óbreyttir.