Þóroddur Bjarnason
Hjónin Fjölvar Darri Rafnsson og Anna Linda Magnúsdóttir fengu á dögunum hugmynd að nýrri tegund gulra öryggisvesta, en vestin eru með áletrunina: Í sóttkví - 2 metrar. Eiga vestin að tryggja rétta fjarlægð milli fólks nú á tímum kórónuveirunnar.
Vestin hafa selst vel hjá netversluninni Heimkaup.is en sala hófst í síðustu viku. Guðmundur Magnason framkvæmdastjóri Heimkaupa segir að vestin hafi verið vinsæl meðal göngu- og hlaupahópa.
Hugmyndin kviknaði þegar þau Fjölvar og Anna voru heima í sóttkví eftir hjólaferð til Kanaríeyja með 32 öðrum aðilum á vegum Karenar Axelsdóttur og Ágústu Eddu Björnsdóttur í Hreyfingu, en hópurinn fór allur í sóttkví við heimkomu.
„Við létum framleiða vestin og setja þau í sölu á Heimkaup.is. Við viljum með þessu létta fólki sem er í sóttkví lífið þannig að það geti fari út að hreyfa sig vel merkt. Vestin hafa verið mjög vinsæl hjá okkur," segir Guðmundur og bætir við að vestin kosti 2.490 kr. stykkið á Heimkaup.is sem sé nánast kostnaðarverð.
Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.